Belgingur er frábært veðurspákerfi, sem nú er innifalið í vefspám Veðurstofu Íslands. Það byggist á reiknilíkönum, sem Haraldur Ólafsson veðurfræðingur og félagar bjuggu til. Ég byrjaði að nota hana fyrir tveimur sumrum, þegar ég þurfti staðbundnar veðurspár vegna hestaferða. Belgingur sýnir, hvernig landslag hefur áhrif á veður, hvernig rigning leggst í fjöll, hverning fjöll móta veðurhæð. Í ofsa vorsins hef ég stundum þurft að flytja hesta milli Reykjavíkur og Suðurlands. Hef treyst á Belging til að segja mér, hvort fært verði með hestakerru undir Ingólfsfjalli. Netföng: belgingur.is, vedur.is