Sundlaugin á Hofsósi er frábær, forgöngukonum til sóma. Hönnunin er í senn látlaus og snjöll. Lágreist húsið neðan götu þekkist bara á bílafjölda á stæðinu fyrir ofan. Mesta kúnstin er að leiða saman haf og laug í samfellda heild. Laugin er virði heimsóknar til Hofsóss. Þar er miðbæjarkvos gamalla húsa með ýmsum söfnum, þar sem Vesturfararsetur er þekktast. Á torgið við miðbæjarbrúna vantar skilti, sem segir skýrt, hvar hvert safn sé til húsa. Verra er ástandið í Sögusafni íslenzka hestsins á Hólum, þar sem aðeins einn komst inn í einu, því vörður lokaði safninu meðan hann talaði við gestinn.