Finna verstu fólin

Punktar

Bandalagsríki Bandaríkjanna í miðausturlöndum eru helzt Ísrael, Sádi-Arabía og Tyrkland. Einmitt þau, er þar valda mestum vandræðum. Ísrael er Aparatheid-ríki sem beitir gestapó-fólsku til að halda niðri Palestínumönnum. Sádi-Arabía er engu skárra, forhert miðaldaríki, sem berst gegn öllu nútíma siðferði. Tyrkland geysist til miðalda undir stjórn íslamista, misnotar aðild að Nató til að þjóna eiginhagsmunum á svæðinu. Makalaust er, hvernig Bandaríkin draga hvarvetna að sér verstu dólgana. Þannig er slóðin frá Víetnam um Afganistan og Írak og til Sýrlands. Bandaríkin og taglhnýtingar þeirra rústa alls staðar samfélaginu.