Bezti texti, sem ég hef heyrt, er eftir Árna Snævarr blaðamann. Brandarinn hljóðar svona: “Follow the money, cherchez la femme, finndu Finn.” Snýst um slóðina, sem rannsóknablaðamenn þurfa að rekja til að finna skandalinn. Það var “Deep Throat”, William Mark Felt, sem sagði “Follow the money”. Hann var að leka í Bob Woodward í Watergate-málinu. “Cherchez la femme” er franskt spakmæli eftir Alexandre Dumas. Það gefur skemmtilega franska sýn á spillingu. Hér á Íslandi dugir að spyrja, hvar Finnur Ingólfsson liggi undir steini. Brandari Árna sameinar grínhefðir þriggja menningarheima.