Finnska sprengjan

Punktar

Finnar hafa stórbætt heilsufar sitt á skömmum tíma. Fyrir þremur árum áttu þeir heimsmet í hjartasjúkdómum, en nú eru þeir meðal heilsubeztu þjóða. Þetta er talið vera að þakka þjóðarátaki um betra mataræði og meiri hreyfingu. Meðal annars var fundið upp á að láta sveitarfélög keppa sín í milli um árangur í íþróttum, til dæmis skíðagöngu, á svipaðan hátt og gert var í samnorrænu sundkeppninni fyrir rúmlega hálfri öld. Ekki hefur fullur árangur enn náðst, því að tæplega 40% þjóðarinnar hreyfa sig ekki nógu mikið.