Framsókn í Reykjavík hefur fundið aftur sinn góða Óskar Bergsson, sem gerði garðinn frægan í gamla daga. Var í starfi hjá Eykt og borginni á sama tíma. Tryggði rennsli góðra verkefna borgarinnar til Eyktar. Varð þá að segja af sér í borgarpólitíkinni og hvarf úr þessari sögu. Nú er hann fundinn aftur, orðinn efsti maður á lista Framsóknar! Finnst þá ekki Finnur líka? Finnur Ingólfsson var hinn fullkomni framsóknarlaukur. Valsaði áreynslulaust milli stjórnmála, embætta og týndra fyrirtækja. Gerði sig moldríkan. Reykvíkingar borga honum enn af skatt af orkumælum Frumherja. Framsókn toppar ævinlega.