Finnur er enn við völd

Punktar

Tveir ráðherrar hneyksluðust á siðleysi Finns Sveinbjörnssonar bankastjóra. Hann féll síðan í nótt frá lögbanni á sannleikann. Samt þarf að reka hann sem hluta af 2007-ruglinu. Tveir dagar eru liðnir síðan kúluprinsinn í Kaupþingi opinberaði siðleysið. Hrósaði sér 2008 af að hafa sigað lögmönnum á fjölmiðla. Situr enn á valdastóli. Hvað er ríkisstjórnin að hugsa? Er hún ríkisstjórn bankaleyndar og siðleysis eða er hún ríkisstjórn almennings og réttlætis? Hver er munurinn á Jóhönnu og Gylfa og Steingrími annars vegar og siðlausum kerfiskörlum hins vegar? Dugar síðbúið fráhvarf Finni til bjargar?