Finnur í skjóli ríkisstjórnar

Punktar

Ísland er ekki réttarríki. Það er ríki hinna auðugu. Til þess eru sett lög um lögbann á fjölmiða, meiðyrði, bankaleynd, upplýsingaleynd stjórnvalda og persónuvernd fjárglæframanna. Einum þessara lagabálka var beitt í gærkvöldi. Sýslumaðurinn í Reykjavík bannaði birtingu í ríkissjónvarpinu á gögnum um Stóra Bankaránið í Kaupþingi 25. september. Gögnin eru samt öllum aðgengileg á www.WikiLeaks.org. Bankastjóri ríkisstjórnarinnar, Finnur Sveinbjörnsson, heimtaði lögbannið. Ábyrgð á honum ber ríkisstjórnin, eigandi bankans. Að venju eru Jóhanna og Steingrímur alveg lömuð í haghsmunamálum almennings.