Fínt eldaður þorskur

Veitingar

Fengum fínt eldaðan þorsk í Eldhrímni, persneska veitingahúsinu við hlið turnsins við Höfðatorg. Akkúrat nákvæmlega eldaðan og lungamjúkan, á aðeins 1300 krónur. Með var blanda af hummus og pestó, hrásalat og kartöflugratín. Ég hef áður sagt ykkur frá þessu ágæta og ódýra veitingahúsi. En benti nýlega á bilunareinkenni í matreiðslu hefðbundinna kokka á fiski. Í tvo áratugi hafa þeir kunnað að elda fisk, sem er nákvæmnisverk. Því miður læra flestir kokkar núna það, sem ég kalla myndlist, hugsa mest um útlit matarins. Nýr fiskur þolir ekki mikla meðferð, alls ekki tvíeldun.