Allt er til í heimi stofnana. Vissi ekki, að til er UNTWO, skammstöfun fyrir Ferðamálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Ekki er vitað til, að stofnunin hafi nokkurn tíma gert neitt gagn. Að minnsta kosti hef ég aldrei frétt af neinu slíku. Um daginn vann hún það afrek að velja Robert Mugabe, einræðisherra Zimbabwe, sem heiðurs-ferðamálafulltrúa heimsins. Þessi 88 ára gamli dólgur er samt eftirlýstur fyrir glæpi gegn mannkyni og er í ferðabanni til Evrópu og Bandaríkjanna. Svo tjúlluð ákvörðun, að hún er ekki einu sinni fyndin. Fjölþjóðastofnun er svo firrt, að hún gerir Sameinuðu þjóðirnar að athlægi.