Fiskisúpan í Halastjörnunni

Veitingar

Alltaf er jafn notalegt að koma í Halastjörnuna að Hóli í Öxnadal. Þar geng ég inn í fyrra hluta síðustu aldar innan um húsbúnað að hætti langafa og langömmu. Nú er bara boðinn matur á kvöldin, sexréttað fyrir 7.300 krónur á mann. Oftast er nýr fiskur aðalréttur og mikið notað af kryddi úr hólunum í túninu. Í hádeginu og fram til fjögur er boðin matarmikil fiskisúpa á 2.400 krónur. Hún var þykk og flott og bragðgóð, með miklu af kryddjurtum, svo og risarækju, lax og steinbít. Systurnar Guðveig og Sonja Lind Eyglóardætur eiga og reka staðinn af myndarbrag. Einn af fimm beztu matstöðum landsins.