Fiskur fyrir ketti

Punktar

Ég man eftir blaðaviðtali fyrir mörgum árum við víetnamskan veitingamann, sem skildi ekki dálæti Íslendinga á rauðsprettu. Það er bara fiskur fyrir ketti, sagði hann, uppvaxinn í menningarheimi, þar sem bragð kemur úr sósum fremur en grunni máltíðar. Við erum hins vegar mótuð af nýfranskri matargerð, þar sem bragðið af grunninum, fiski eða kjöti, skiptir meira máli en bragðið af sósunni. Þessu hafði veitingamaðurinn ekki náð og gat því ekki séð fyrir sér sæluna af snöggt ofnbakaðri rauðsprettu með hvítum kartöflum og smjöri, án salts og annars krydds.