Matreiðsla í Feneyjum er vanmetin. Borgin er ekki í pastalandi Suður-Ítalíu, heldur í hrísgrjónalandi Norður-Ítalíu. Fyrst og fremst eru Feneyjar samt sjósóknarborg. Sjávarfang er alfa og ómega matreiðsluhefða borgarinnar. Eins og allt annað í borginni er þetta dýr vara. Dýrust er hún á Markúsartorgi og í nágrenni þess. Betra er að fara inn í íbúðahverfin til að fá góðan mat á léttu verði. Fiskmarkaðurinn rétt við Rialto brúna er frægur að verðleikum. Prófaðu að borða á Da Fiori, Osteria di Santa Maria, Fiascetteria Toscana og Osteria Vecio Fritolin. Þar borða heimamenn og þar er fiskurinn frábær.