Fiskurinn er að hverfa

Punktar

Margir fjölmiðlar, þar á meðal >Boston Globe, segja frá niðurstöðum fjölþjóðlegrar og umfangsmikillar 10 ára rannsóknar á fiskistofnum heimshafanna, sem birtist í dag í tímaritinu Nature. Rannsóknir sýnir, að einungis eru 10% eftir af stofnum stórvaxinna fiska á borð við þorsk, lúðu og skötu. Niðurstaðan er sú, að stofnarnir séu orðnir svo litlir, að þeim verði ekki bjargað frá algeru hruni, nema afli heimsins verði skorinn niður um meira en helming. Ef stefnt yrði að endurreisn fiskistofnanna til fyrra horfs, yrði aflinn að minnka um níu fiska af hverjum tíu, sem veiddir eru. Þetta er miklum mun verra ástand, en áður hefur verið talið. Hvar er nú hið léttlynda Fiskifélag Íslands með átrúnaðargoð sitt, Björn Lomborg?