Fitjaásar

Frá fjallaskála í Sultarfitjum norður dráttarvélaslóð að Vestra-Rjúpnafelli og síðan norður að Klakksleið við Fúlá.

Að mestu er farið um eyðimörk Flóa- og Skeiðamannaafréttar.

Förum frá Sultarfitjum norður Fitjaása, um Stórakrók og síðan meðfram drögum Stóru-Laxár og austan við Grænavatn. Þar komum við að Vestra-Rjúpnafelli og beygjum til norðvesturs undir fjallinu. Þaðan er stutt leið að jeppavegi úr byggð og upp í Krók. Við getum farið einn kílómetra norður með þeirri slóð og farið síðan til vesturs fyrir norðan Fúlá og utan í Stóra-Leppi sunnan- og vestanverðum niður í Leppistungur.

28,1 km
Árnessýsla

Skálar:
Sultarfit: N64 19.752 W19 39.427.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Sultarfit
Nálægar leiðir: Skeiðamannafit, Rjúpnafell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort