Fitu- og froðuskurður

Fjölmiðlun

Við gerðum okkur ýmislegt til gamans á námskeiði í textastíl fyrir fagfólk í blaðamennsku. Við tókum forsíðu Moggans og vildum stytta fréttirnar um 75% án þess að fella neitt niður. Þetta tókst ljómandi vel. Flestir áttu auðvelt með að skera fitu, froðu, belging, tvítekningar, þrítekningar, veika frásögn, ramb, áttavillu. Dæmið var tekið úr Mogganum, en ég er því miður hræddur um, að það gildi víðar í íslenzka fjölmiðlun. Blaðamenn hafa aldrei sýnt verkfæri sínu mikinn áhuga og virðast telja auðvelt að skrifa texta sjálfvirkt. Notendur fjölmiðlanna eiga rétt á skiljanlegri afurðum.