Samheiti yfir margar leiðir að Fjallabaki nyrðra og syðra.
Vinsæl reiðleið hestaferðahópa, enda er landslag stórfenglegt alla leiðina úr Rangárbotnum austur í Skaftártungu. Galli hennar er, að fara þarf að mestu eftir fjölförnum jeppavegi.
Meginslóðir á Fjallabaki nyrðra eru, talið frá vestri: Rangárbotnar, Sauðleysur, Landmannaleið. Meginslóðir á Fjallabaki syðra eru, talið frá vestri: Hungurfit, Laufafell, Mælifellssandur. Milli nyrðri og syðri leiðarinnar eru slóðirnar Rauðkembingar, Krakatindur og Reykjadalir. Skoðið hverja slóð fyrir sig. Sjá þar texta um einstakar leiðir að Fjallabaki.
97,0 km
Rangárvallasýsla
Skaftafellssýslur
Jeppafært
Nálægir ferlar: Rangárbotnar, Sauðleysur, Landmannaleið, Heklubraut, Hraunin, Rauðkembingar, Krakatindur, Reykjadalir, Dyngjur, Breiðbakur, Skælingar, Mælifellssandur, Hólaskjól.
Nálægar leiðir: Stóruvallaheiði, Skarfanes, Réttarnes, Valafell, Glaðheimar, Faxasund, Gjátindur.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson