Fjallað með froðu um froðu

Fjölmiðlun

Las í tímaritinu Blaðamanninum erindi af mislukkuðu málþingi um íslenzku í fjölmiðlum. Græddi ekki eina hugsun á því. Erindin römbuðu út og suður með linnulausri froðu og fáum dæmisögum. Enginn kom nærri kjarna málsins: Í stað íslenzkra fornsagna og Halldórs Laxness er kominn froða, sem menn læra í skólum að semja. Þokukennd hugsun einkennir fjölmiðla, fréttir jafnt sem skoðanir. Málsgreinar eru langar og þreytulegar, nánast hvergi er bogi spenntur. Í kaflanum um textastíl á heimasíðu minni eru 24 fyrirlestrar með dæmum. Þeir skýra, hvers vegna ég tel íslenzkan fjölmiðlatexta lélegan.