Ein mikilvæg heimild féll niður, er ég gekk frá heimildaskrá bókar minnar: Þúsund og ein þjóðleið. Það er bók Jóns G. Snæland: Fjallaskálar á Íslandi. Þar fékk ég margvíslegar upplýsingar um búnað fjallaskála og dýnufjölda, í sumum tilvikum einnig um staðsetningu skálanna. Mér þykir miður, að bók Jóns skuli hafa fallið niður í heimildaskránni, svo mikilvægur fengur sem hún er. Sérstaklega vil ég benda á myndirnar af skálunum í bókinni, sem eru einstök samantekt. Mér til afsökunar er, að heimildaskrá Þúsund og einnar þjóðleiðar var tekin saman daginn áður en ég lagðist undir hnífinn á Landspítalanum.