Ég hef misst fjallasýn og fengið Fjallasýn. Bezta fjallasýn landsins hefur lengi verið úr stofuglugganum. Þangað til í fyrradag. Þá lagði Fjallasýn Rúnar Óskarsson ehf. rútu sinni fyrir utan. Þegar ég gekk með tebollann út að glugganum til að skoða fjallasýnina, blasti við mér orðið Fjallasýn. Ég hélt, að þarna væri seldur aðgangur að fjallasýn. En svo var ekki, bíllinn stóð bara læstur. Ég vona svo sannarlega, að fyrirtækið Fjallasýn finni bílastæði heima í Reykjahverfi. En þar er víst engin fjallasýn. Ég skil því vel, að Rúnar þurfi að koma suður að leita að fjallasýn heima hjá mér.