Fjallfoss næstur

Punktar

Fjallfoss í Dynjandi er einn fegursti foss landsins. Einn af þeim fyrstu til að fá mynd af sér á frímerki. Nú vilja hinir orkuóðu fá vatnið í Mjólkárvirkjun og gera Fjallfoss þar með vatnslausan. Það er næsti bær við að taka Gullfoss og hleypa á hann vatni á sunnudögum. Aldrei er hægt að slappa af, því að orkuóðir laumast í kyrrþey. Orkubú Vestfjarða sækir um leyfi til að eyðileggja fossinn. Þjóðin fékk upp í kok af Kárahnjúkavirkjun. Er ekki í stuði til að fórna einni af helztu perlum landsins fyrir kalkþörungaverksmiðju, sem sífellt er í fréttum vegna eitraðs útblásturs. Það er sama harmsagan og í Fjarðaáli á Reyðarfirði.