Fjandsamleg lýðræðinu

Punktar

Ég skil ekki, hvernig úrskurðarnefnd um upplýsingalög getur neitað Pétri Gunnarssyni blaðamanni um upplýsingar. Hann vill fá að vita, hvort forseti Íslands fór í einkaþotu milljarðamærings til Leeds. Það er sjálfsögð og eðlileg spurning. Texti íslenzku upplýsingalaganna er svipaður texta sólskinslaga ýmissa ríkja í Bandaríkjunum. En meðferð úrskurðarnefndar á beiðnum hefur frá upphafi verið fjandsamleg upplýsingum, fjandsamleg fjölmiðlun, fjandsamleg gegnsæi, fjandsamleg lýðræði. Í reynd hafa lögin ekki leitt til upplýsinga, heldur magnað kansellístefnu stjórnsýslunnar.