Fjárframlög raska dómgreind

Punktar

Fjármálaráðuneytið fékk Hagfræðistofnun háskólans til að meta greinargerðir ráðuneytisins og Seðlabankans um IceSave. Ráðuneytið áttaði sig á, að þessir aðilar njóta einskis trausts almennings. Því að þeir hafa logið of miklu undanfarnar vikur. Hafa stundað illa grundaðan áróður. Til dæmis spáð góðum haggrunni næstu ár. Spurning er svo, hvort traust háskóla-stofnunarinnar sé miklu meira. Tryggvi Þór Herbertsson skapaði þar þá hefð að skila skýrslum í þágu þeirra, sem báðu um skýrslurnar. Ráðuneyti stýra peningaframlögum til háskólastofnana. Raska þar með dómgreind þeirra, sem þar skrifa skýrslur.