Við sjáum núna vel, að íslenzka útrásin og krosseignarhaldið var vonlaust dæmi fjárglæframanna. Þeir bjuggu til ímyndaðar eignir í viðskiptavild. Þannig bjó Björgólfur Thor Björgólfsson árið 2007 til ímyndaða viðskiptavild upp á 270 milljarða króna í Actavis. Öll þessi ímyndaða viðskiptavild var veðsett í topp til að afla spilapeninga til fjárglæfra. Íslenzku bönkunum var miskunnarlaust beitt í þessu skyni. Öll féll þessi spilaborg í fang þjóðarinnar í lok september í fyrra. Glæframennirnir eru flúnir brott með herfang sitt til aflandseyja. Börnin okkar og barnabörnin borga brúsann.