Fjárhættuspil í West Ham

Punktar

West Ham er í steik, segir brezka blaðið Observer í morgun. Leikmenn spila daglega póker um peninga, þar sem milljónir króna skipta um hendur á einni nóttu. Matthew Etherington og Roy Carroll þiggja aðstoð vegna spilafíknar. Alan Churbishley þjálfari talar ekki við leikmann, sem vann fimm milljónir króna af félaga sínum á einu síðdegi. Í hópnum eru klíkur, sem talast ekki við. Fundur stjórnenda félagsins með leikmanni var haldinn á súlustað með kjöltudansi. Anton Ferdinand sætir ákæru fyrir óspektir við næturklúbb. Verðlaust félag Eggerts Magnússonar fellur niður um deild í vor.