Fjárkúgun linnir

Punktar

Merki eru um, að Evrópa fallia frá fjárkúgun á hendur Palestínu. Um skeið hefur hún neitað að styrkja launagreiðslur opinberra starfsmanna í Palestínu til að knýja ríkisstjórn Hamas-flokksins til að viðurkenna Ísrael sem ríki. Evrópa gerðist aðili að þessari fjárkúgun, sem Bandaríkin efndu til, þegar frjálsar kosningar í Palestínu leiddu ekki til sigurs hins spillta Fatah-flokks, heldur til meirihluta Hamas-flokksins. Fjárkúgun Evrópu og Bandaríkjanna hefur valdið Palestínu miklum hörmungum. Nú er ráðamönnum Evrópu farið að þykja nóg að gert. Betra seint en aldrei.