Langt er síðan ég hætti að lesa skáldsögur til að fá samtöl eða efnisþráð eða óvæntan enda. Reyfarar með spennu valda mér þjáningu, einkum þeir norrænu. Ég les reyfara, ef ætla má, að lýsingin á Camp Knox sé rétt eða sannferðug. Að lýsingin á þjóðlífi í Istanbul fyrir öld sé rétt eða sannferðug. Að lýsingin á borg á Sikiley sé rétt eða sannferðug. Að lýsingin á síkjum eða matreiðslu í Feneyjum sé rétt eða sannferðug. Oft les ég reyfara með borgar- eða landakort við hliðina. Ég fjarlægist smám saman dálæti á skáldskap. Vil helzt lesa texta, sem fjallar óbeint um landa- og sagnfræði í nútíð eða fortíð. Helzt í fortíð.