Fjárlagasamband fælir

Punktar

Íslendingar standa andspænis breyttu Evrópusambandi. Kjarni þess breytist í fjárlagasamband með ströngum reglum um ábyrga yfirstjórn ríkisfjármála. Einmitt það, sem passar Íslandi, þar sem ábyrgðarleysi hefur ráðið frá upphafi fullveldis. Því miður eru Íslendingar ekki sama sinnis. Þess vegna verða enn meiri líkur en áður á, að hafnað verði aðildinni. Íslendingar vilja alls ekki láta aðra hafa vit fyrir sér. Jafnvel þótt margsannað sé af áratuga reynslu, að þeir eru ófærir um að stjórna sjálfum sér. En Evrópa mun eflast við erfiðleika og breytingar. Og evran stendur sem klettur úr hafinu.