Fjölmiðlar rjúfa ekki bankaleynd, því þeir eru ekki gæzlumenn þeirrar leyndar. Þeir eru aðilar úti í bæ að segja fréttir, ekki starfsmenn í banka. Samt telur Fjármálaeftirlitið sér kleift að kæra Morgunblaðið fyrir brot á bankaleynd í Sparisjóði Vestmannaeyja. Er þó slæm reynsla þess af fyrri kæru þess árið 2013 á hendur Kjarnanum fyrir brot á bankaleynd í alræmdum Sparisjóði Keflavíkur. Kærum eftirlitsins var auðvitað vísað frá dómi. Ný kæra þess er því merki um eindreginn brotavilja. Á kantinum sker svo í augu, að aumasta stofnun landsins telur sér brýnna að verja bankaleynd en halda uppi góðum siðum hjá banksterum.