Fjarri markaðinum

Veitingar

Fólk, sem fer út að borða, vill góða þjónustu í notalegu umhverfi og njóta þar vandaðrar matreiðslu fyrir ekki allt of mikla peninga. Skyndibitastaðir eiga nánast allan markaðinn, en svigrúm ætti að vera fyrir nokkur hús til viðbótar með meiri metnaði. Það er ekki eðlilegt, að helztu kokkar landsins séu allir með sömu matreiðsluna, sem er þar á ofan utan við skilning og áhuga fólks. Af hverju fóru þeir ekki í Myndlistarskólann, ef þeir eru svona uppteknir við að búa til skúlptúr á diskum? Af hverju fara þeir ekki upp úr skólabókinni og færa sig nær markaðinum fyrir matreiðslu?