Fjársjóðurinn í Gullveginum

Hestar

Búinn að auka reiðleiðabanka minn á vefnum upp í 800 leiðir. Sumpart eru það leiðir, sem ég hef farið. Sumpart hundrað ára gamlar leiðir af kortum danska herforingjaráðsins. Og sumpart leiðir á nýjum útivistarkortum. Notendur sjá leiðirnar á kortum í tölvum sínum og staðsetningartækjum. Allt er það frítt. Gömlu leiðirnar hafa sagnfræðilegt gildi, saga samgangna á Íslandi er enn óskrifuð. Ein leiðin heitir Gullvegurinn, því að þar glataði sauðakaupmaður gullpeningasjóði. Útivistarleiðirnar tengja núið við gamla samgöngutækni. Og leiðirnar mínar endurvekja mér kynslóðaminni um farandlíf Herúla í Evrópu.