Fjögur ár til einskis

Punktar

Gunnlaugur Karl Hreinsson er nýjasta dæmið um kennitöluflakk. Hann á skipin Háey og Lágey. Stofnaði nýja kennitölu um skipin og skildi allar skuldirnar eftir á gömlu kennitölunni. Við gjaldþrotaskipti fundust alls engar eignir í því búi, en Gunnlaugur rekur skipin áfram á nýrri kennitölu. Á þessu rugli tapast fimm milljarðar króna, sem bankarnir afskrifuðu ljúfar en þeir svara vælinu í venjulegum skuldurum. Mig langar til að spyrja Jóhönnu og Steingrím  eftir fjögurra ára valdaskeið: Af hverju hafið þið ekki fengið Alþingi til að samþykkja einföld lög, sem banna siðlaust kennitöluflakk skuldagreifanna?