Fjögur bönn í kreppunni

Punktar

Erlendir fræðimenn hafa bent á fjögur bönn, sem skipta máli í kreppunni. Í fyrsta lagi megum við ekki borga IceSave skuldir Björgólfa, ef við getum það ekki. Þeir mega borga sjálfir. Í öðru lagi megum við ekki afhenda erlendum aðilum neinar auðlindir landsins. Í þriðja lagi megum við ekki skera niður ríkisútgjöld, því að þau skapa atvinnu. Í fjórða lagi megum við ekki halda uppi háum vöxtum, því að þeir sliga fjölskyldur og fyrirtæki. Öll þessi bönn stangast á við kröfur Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Hugmyndafræði sjóðsins er gömul og úrelt, af sumum fræðimönnum beinlínis talin vera glæpsamleg.