Fjögur hryðjuverkasamtök

Punktar

Orkustofnun, Landsvirkjun, Landsnet og Vegagerðin eru stjórnmálaflokkar. Hafa á stefnuskrá að virkja sem mest og glannalegast. Að flytja alla orku á þann hátt að sem mest beri á raflínum. Að leggja upphækkaða vegi sem víðast og þannig að sem mest beri á þeim. Ítrekað reyna þessar firrtu stofnanir að rjúfa fyrri sátt um meðalhóf í orkuverum, stauralínum og hálendisvegum. Ítrekað reyna þessar stofnanir að færa hugsjónir sínar úr bið í framkvæmdaáætlun. Ekki vegna þess, að þjóðin hafi eitthvað upp úr atinu, heldur til að auka umsvif sín og verktaka sinna. Þessir fjórir stjórnmálaflokkar eru helztu hryðjuverkasamtök landsins.