Fjögurhundruð laus störf eru skráð hjá Vinnumálastofnun. Menn vilja heldur vera á bótum en að sækja um störf. Tvær atvinnugreinar eru reknar á svartri vinnu, húsbyggingar og ferðaþjónusta. Þar er fólk í senn á bótum og á lágu kaupi. Skattgreiðendur eru að sligast undir þessu undarlega fyrirkomulagi. Sagt er, að atvinnuleysi nema 6,7%, en það er greinilega bólgin tala, þegar ekki er hægt að fá fólk í vinnu. Skráð atvinnuleysi er langt undir meðaltali vestrænna ríkja og raunverulegt atvinnuleysi er enn minna. Svokölluð hjól atvinnulífsins snúast af fullum dampi, þótt flestir telji sér trú um annað.