Mohamed Tantawi er egypzkur marskálkur og Bashar Assad sýrlenzkur læknir. Eins og Hitler var austurrískur listmálari og Stalín georgískur prestur. Enginn veit fyrirfram, hverjir verða fjöldamorðingjar. Þeir koma úr alls konar stéttum. Sameiginlegt eiga þeir að vita ekki, hvenær þeir eiga að hætta. Og forða sér til Venezúela, þar sem þeim yrði tekið fagnandi. Þegar menn eru farnir að siga böðlum á almenning, eru þeir orðnir geðveikir. Eins og Hitler var geðveikur, þá var Gaddafi í Lýbíu geðveikur. Tantawi er kominn yfir strikið eins og Assad. Báðir eru orðnir illræmdir fjöldamorðingjar.