Hægri flokkar verða fleiri í boði en haldið er fram, ekki bara bófaflokkurinn. Viðreisn er líka hægri, bara Evrópu- og markaðsvænni. Erlendir flokkar að hætti Flokks fólksins hafa lent í hægra faðmi, til dæmis í Noregi. Framsókn hefur tvö andlit, vinstra og hægra, notist eftir þörfum við myndun ríkisstjórnar. Björt framtíð hefur ekkert andlit og ekkert innihald, notist eftir þörfum við myndun ríkisstjórnar. Vinstri græn eru græn Framsókn, marktæk í umhverfismálum. Að öðru leyti íhaldssöm á forna pólitík. Samfylking krata er á miðjunni, góðviljaður og getulítill flokkur. Smáflokkar fá ekki þingmenn. Að venju mun ég kjósa pírata.