Fjölbreytt rafmagnsöld

Punktar

Víðtæk skipulagsmistök hafa að venju verið framin í Reykjavík síðustu árin. Verst er, að þétting byggðar verður ekki aftur tekin. Nema fólk telji málið  svo vont, að sprengja þurfi upp nýlega steypu, einkum við umferðarhorn, hraðbrautir og í húsagörðum gömlu Reykjavíkur. Verktakar hafa tekið öll völd í samskiptum við Skipulagsstofnun og Skipulagsráð. Bjóða gámaklasa út í lóðarhorn og glerblokkir í húsagörðum. Dagur B. Eggertsson hefur að mestu sloppið við ábyrgð, en gagnrýnin beinist að Hjálmari Sveinssyni. Hann er ekki sagður hafa neitt fegurðarskyn. Og vita minna en þú og ég um framtíð umferðar á rafmagnsöld fjölbreyttra farartækja.