Framsókn skilur ekki fólk og fólk skilur ekki Framsókn. Gagnkvæmt og skiptir litlu. Mikilvægara er, að gamlir kjósendur Framsóknar skilja ekki. Varfærinn miðjuflokkur varð að hægri öfgaflokki. Braskarar yfirtóku flokk í reiðileysi. Fyrri tækifærishneigð leiddi yfir í flokk, sem byggðist mest á lausafylgi og þjóðrembu. Aflinn úr lausafylgi er misjafn, frá 30.000 atkvæðum fyrir loforð um peningagjafir til 3.000 atkvæða fyrir rasisma. Flokkurinn gætir hagsmuna fjárhaldsmanna sinna, Finndu-Finns og kvótagreifa. Útvegar ríkisfyrirtæki í okurleigu framsóknarhúsnæðis á Sauðárkróki og næst Fiskistofu á Akureyri.