Fjöldamorð í Falluja

Punktar

Fjöldamorð Bandaríkjahers í Falluja eru hafin. Þar eru nú um 200.000 óbreyttir borgarar. Til þess að frelsa þá undan 1.500-2.000 skæruliðum, mun bandaríski herinn drepa um 20.000 óbreytta borgara til viðbótar þeim 100.000, sem hann hefur áður drepið í loftárásum og öðrum fjöldamorðum í Írak. … Ekkert af þessu fólki hefur gert Bandaríkjunum neitt til miska, ekki einu sinni stjórn Saddam Hussein. Bandaríski herinn er í krossferð gegn trúarbrögðum, sem eru bandarískum trúarofstækismönnum ekki að skapi. Þetta eru viðurstyggileg manndráp, sem ráðamenn Íslands styðja með ráðum og dáð. …