Gott er, að eftirlitsmyndavélum fjölgar ört. Þær eiga að vera sem flestar á almannafæri. Sem almannafæri skilgreini ég staði, þar sem fólk er á ferli innan um annað fólk. Til dæmis í verzlunum og á veitingahúsum, börum og kaffihúsum, svo og auðvitað úti á götum. Hins vegar ber að banna þær á salernum og snyrtingum, böðum og fatahengjum. Ekkert eftirlit þarf með eftirlitsmyndavélum, annað en bann á þessum tilgreindu stöðum. Stundum hefur jaðrað við, að andstaða gegn þessari tækni falli undir félagslegan rétttrúnað. Til dæmis er Persónuvernd sífellt að amast við henni.