Sá í frétt, að fjölmenni hafi verið á útifundi um Ríkisútvarpið. Nánar sagt 100 manns. Eftir ýmsu fer, hvort hundrað er fjölmenni. Frumstig lýsingarorða er hættulegt. Miðstig og efsta stig eru auðveldari. Hægt er að segja einn fund hafa verið fjölmennari en annan eða fjölmennastan af tilteknum flokki funda. Í stað frumstigs er oftast betra að nota tölur, sem festa mengið, til dæmis „um hundrað manns“. En blaðamaður getur vitnað í málsaðila, sem segir þetta vera „fjölmenni“. Nýlega voru nánast allir fjölmiðlar sammála um, að dómar hafi verið þungir. Þetta var leiðandi. Hvernig þungir, miðað við hvað?