Fjölmiðlar blekkja

Punktar

Þegar glæpamenn sjá ekki þá, sem þeir drepa, virðast flestir telja það ekki vera hryðjuverk. Þetta gildir eins um þá, sem segja eða skrifa okkur erlendar fréttir. Einkum telja þeir þá, sem skipuleggja loftárásir eða framkvæma þær, ekki vera hryðjuverkamenn. Þetta sjónarmið er brezkt og bandarískt. … Adolf Eichmann var dæmdur fyrir fjöldamorð gegn gyðingum, þótt hann sæti allan tímann við skrifborðið og sæi aldrei fórnardýrin. Hið sama á auðvitað að gilda um þá, sem láta drepa eða drepa óbreytta borgara í loftárásum. Þar á meðal brezk og bandarísk yfirvöld hermála og stjórnmála almennt. … Þegar loftárásum er beint að byggðu bóli, borg eða þorpi, er ljóst, að óbreyttir borgarar verða fyrir hnjaski. Frá þessu er ekki eða mjög lítið sagt í fjölmiðlum. …