Fjölmiðlar blekktu kjósendur

Punktar

Spurningalistar fjölmiðla fyrir kosningar brengluðu pólitískt útsýni fólks. Var látið meta samhljóm í stefnuskrám flokka og sínum skoðunum. Alveg tilgangslaus samanburður. Stefnuskrár flokka eru einskis virði. Það getur fólk raunar séð með samanburði stefnuskráa fyrri kosninga við efndir loforða eftir þær. Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins er til dæmis jafnan í andstöðu við gerðir flokksins. Allir bjóða „alls konar fyrir aumingja“, en flestir gera fátt í því. Þótt spurninga-listar fjölmiðla hafi skemmtigildi, eru þeir villandi í samanburði við vilja og skoðanir kjósenda. Næst þarf að vanda þá betur, miða við efndir, ekki við loforð.