Fjölmiðlar bregðast okkur

Fjölmiðlun

Ríkisútvarpið þegir þunnu hljóði um mikilvægasta innanflokkságreining í sögu lýðveldisins. Var þó á fullu við að fjalla um ágreining í öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokknum. Samt var ekki verið að kljúfa þá flokka í herðar niður eins og Sjálfstæðisflokkinn núna. Gildir raunar um aðra fjölmiðla einnig. Notendur fjölmiðla eiga skilið að fá að vita um straumana í Flokknum. Svara þarf brennandi spurningum: Heldur Bjarni meirihlutanum í þingflokknum fram í atkvæðagreiðslu um IceSave síðar í mánuðinum? Er uppreisnin bundin við fá flokksfélög eða er hún almenn? Hrynur Flokkurinn niður í frumeindir sínar?