Í gamla daga voru ritstjórar og forstjórar fjölmiðla jafnsettir, höfðu hvor sitt svið. Forstjórinn var þó oftast “primus inter pares”, því að peningar hafa tilhneigingu til að vera æðstir. Þannig var það mína starfsævi. Fyrsta áratug þessarar aldar komu til sögunnar útgáfustjórar, sem voru ritstjórum æðri. Svipað gerðist áður í Bandaríkjunum. Afleiðingin sést í versnandi fjölmiðlum, meiri hugsun um fjármál, hræðslu við dýra rannsóknavinnu. Þetta kerfi einkennir stóru fjölmiðlana á Íslandi og gelti þá sem fjölmiðla. Þeim ber þó að þjóna notendum fremur en eigendum. Annars verða þeir áfram geldir.