Fjölmiðlar eru samábyrgir

Fjölmiðlun, Punktar

Fjölmiðlungar eiga að hafa áttað sig á, að forsætisráðherra lýgur úr í eitt. Þeir þurfa að vinna heimavinnuna sína í hvert sinn, sem hann opnar munninn. Annars verða þeir bara meðsekir um að dreifa lygum um þjóðfélagið. Reynslan sýnir, að því stærri sem mál eru, þeim mun meira lýgur Sigmundur Davíð. Í hvert sinn sem hann tjáir sig, þurfa fréttamenn að fletta gögnum málsins og finna raunveruleika að baki sýndarveruleikans, sem SDG lifir í. Ekki fyrr í sögu fullveldisins höfum við búið við forsætis, sem gerir engan greinarmun á réttu og röngu. Bullar bara það, sem honum dettur fyrst í hug hverju sinni.