Fjölmiðlar fjarlægjast heimildir

Fjölmiðlun

Pétur Gunnarsson, eyjan.is/hux/, bloggaði í gærkvöldi nánar um vinnubrögð á fjölmiðlum. Breytingin frá 2002 til 2007 felst í, að nú eru birtar í fjölmiðlum heilar og hálfar tilkynningar frá spunakörlum málsaðila úti í bæ. Blaðamenn taka við sendingum þeirra, “sem tala við þá sem tala við þá sem vita hvað gerðist og þess vegna fjarlægjast fréttirnar atburðinn. Þetta er breyting frá því sem var.” Ég efast ekki um, að þetta er rétt lýsing hjá Pétri. Nýju vinnubrögðin eru andsnúin góðri blaðamennsku og hljóta að grafa undan henni. En ég skil núna, hvers vegna málfar hefur hrunið í fjölmiðlum.