Fjölmiðlar glata trausti

Punktar

Skrumskældar erlendar fréttir hefðbundinna fjölmiðla í Bretlandi og aðallega í Bandaríkjunum, einkum sjónvarps, hefur gengið svo fram af mörgum, að þeir eru farnir að nota leitarvélina Google til að afla sér upplýsinga og skoðana frá einstaklingum, sem fylgjast vel með gangi mála. Bloggið á vefnum fer fram hjá hliðvörzlu sterku aflanna í þjóðfélaginu, einkum auðfólksins, sem á fjölmiðlana, og ríkisvaldsins, sem vill, að fjölmiðlarnir séu hliðhollir valdinu. Ein afleiðinga allra lyganna í tengslum við Íraksstríðið er hrunið traust á hefðbundnum fjölmiðlum, sem voru notaðir á rammfölskum forsendum til að magna stríðsæsing Breta og Bandaríkjamanna. John Naughton segir þetta í Observer í morgun.