Fjölmiðlar hverfa úr augsýn

Fjölmiðlun

Góður fjölmiðill mundi birta graf um ráðstafanir til að lina vanda heimila. Grafið mundi sýna, hvaða leið hver ætti að fara miðað við eðli vandamálsins. Þannig vinna góðir fjölmiðlar erlendis og þannig unnu góðir fjölmiðlar hér á landi fyrir áratug. Enn hef ég ekki séð neinn fjölmiðil veita almenningi þessa sjálfsögðu þjónustu. Vangeta fréttamanna er miklu meiri en þá var og áhugaleysi yfirmanna þeirra mun meira. Líklega eru þeir pólitískari en áður var. Með slíkri hegðun hverfa hefðbundnir fjölmiðlarnir úr augsýn fólks. Enda er fólk undir fertugu hætt að nota gömlu fjölmiðlana. Þeir munu deyja.